News

Listasafn Islands

Íslensku Byggingarlistarverðlaunin - Sýningin framlengd til 24. nóv

Íslensku byggingarlistarverðlaunin afhent í fyrsta sinn 20. október:                             
Yfir 50 tilnefningar bárust
- valnefnd arkitekta hefur valið 10 verk sem koma til álita

Reykjavík 27. september 2007

Góð viðbrögð urðu við óskum um tilnefningar til Íslensku byggingarlistarverðlaunanna 2007. Alls var 51 verkefni tilnefnt til verðlaunanna sem Geir H. Haarde forsætisráðherra afhendir í fyrsta sinn á Kjarvalsstöðum 20. október. Valnefnd skipuð þremur arkitektum hefur farið yfir tilnefnd verkefni og valið tíu sem koma til greina þegar verðlaunin verða afhent. Þessi verkefni eru:

• Aðalstræti 10, Reykjavík – endurgerð og nýbygging Argos arkitektar
• Birkimörk, Hveragerði – sambýli fatlaðra   PK arkitektar
• Gjörningaklúbburinn – innsetning    THG arkitektar
• Göngubrýr yfir Hringbraut     Studio Granda
• Háskólinn á Akureyri – skólahús    Gláma/Kím arkitektar
• Hof, Höfðaströnd – íbúðarhús    Studio Granda
• Íbúðir við Frakkastíg      Tangram arkitektar
• Íþróttaakademían, Reykjanesbæ – íþróttahús/skóli arkitektur.is
• Lækningalind – Bláa lóninu     AV arkitektar
• Safnasafnið, Svalbarðseyri – viðbygging   Ragnheiður Ragnarsdóttir

Samhliða verðlaunaafhendingunni verður sýning á þessum útvöldu verkefnum opnuð á Kjarvalsstöðum en þeim verður einnig gerð skil í sýningarbók sem kemur út sama dag.

Arkitektafélag Íslands stendur að íslensku byggingarlistarverðlaununum en Þyrping, þróunarfélag á sviði skipulagsmála og mannvirkjagerðar, er bakhjarl þeirra. Áætlað er að veita verðlaunin annað hvert ár. Við tilnenfingu verkerfna komu til álita verkefni á íslenskri grundu; mannvirki, skipulag og ritverk um íslenska byggingarlist sem lokið hafði verið við frá ársbyrjun 2005 eða síðar.

Albína Thordarson, formaður Arkitektafélags Íslands, segir verðlaununum ætlað að vekja athygli á góðri byggingarlist í landinu og á von á því að verðlaunin festi sig í sessi sem reglubundinn viðburður í íslensku menningarlífi.

Verkefnisstjórn Íslensku byggingarlistarverðlaunanna skipa Sigríður Magnúsdóttir úr stjórn Arkitektafélags Íslands, Sólveig Berg Björnsdóttir, arkitekt FAÍ, og Harpa Þorláksdóttir, markaðs- og sölustjóri Þyrpingar.


Nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ og framkvæmdastjóri verðlaunanna, í síma 897 6874.
Sjá einnig vefsíðu Arkitektafélags Íslands, www.ai.is.

Þyrping hf. er framsækið þróunarfélag á sviði skipulagsmála og mannvirkjagerðar sem vinnur faglega að þróun og uppbyggingu einstakra svæða og hefur að markmiði að vera leiðandi í faglegri þróun, hönnun og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.

 

  Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.21.2015