News

Listasafn Islands

EGGERT PÉTURSSON - SÍÐASTA SÝNINGARHELGI

Líklegt má telja að nokkur bið verði á að yfirlitssýning eftir Eggert af þessari stærðargráðu verði í boði, enda verkin í dreifðri eigu einstaklinga, stofnana og listasafna.

Á sýningunni eru rúmlega fimmtíu verk eftir Eggert sem gefa góða mynd af ferli hans en einnig gefst kostur á að líta skissur listamannsins sem sýna vel hvernig lítil blýantsteikning verður að fullburða olíumálverki.
Leiðsögn er um sýninguna sunnudaginn 4. nóvember kl. 15:00, en þess má geta að fullt var út úr dyrum við leiðsögn síðasta sunnudags þegar listamaðurinn sjálfur tók þátt í henni.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10 - 1 7.
Aðgöngumiðinn gildir í þrjá daga á Kjarvalsstaði, í Hafnarhús og Ásmundarsafn.

Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.21.2015