News

Listasafn Islands

LJÓSHÆRÐ UNGFRÚ HEIMUR 1951 - Birgir Snæbjörn Birgisson Laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00

Í bók sem fylgir sýningunni talar Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur um þau heildaráhrif sem verk Birgis hafa: „Hann hefur valið sér efni sem byggir jafn mikið á endurtekningunni og málverkin sjálf. Hver ný fegurðardrottning er lík þeirri næstu á undan og hver og ein þeirra staðfestir gildi fyrirrennara síns. Málverk hans líkja eftir þeirri fjöldaframleiðslu sem á sér stað í fegurðarsamkeppnum en á sama tíma skopstæla þau áhrif þeirrar framleiðslu."

Hafþór finnur ákveðna samsvörum í verkum Birgis og bandaríska listamannsins Andy Warhol og segir: „Þó að röð leyfi óendanleg tilbrigði minnir endurtekningin okkur líka á hlutverk færibandsins í samtímanum, ekki bara í framleiðslu neytendavara heldur líka í framleiðslu á viðhorfum og smekk. Þetta er viðfangsefni Birgis og þar fór Andy Warhol um á undan honum. Þegar Warhol málaði myndaraðir sínar af goðsagnakenndum fegurðardísum sinna daga - Marilyn Monroe, Elizabeth Taylor og Jacqueline Kennedy - þá meðhöndlaði hann viðfangsefnin af sama tómlætinu og þegar hann málaði raðir af  kókflöskum, Campbells súpudósum og Brillokössum.

Sýningarstjóri er Mika Hannula, rithöfundur, fyrirlesari, og gagnrýnandi. Hann er nú starfandi prófessor í listrannsóknum í myndlista- og hönnunardeild, Háskólans í Gautaborg.

Sýningin stendur til 13. janúar 2008.


Sunnudag 18. nóvember kl. 15:00 ræðir sýningarstjórinn Mika Hannula við listamanninn Birgir Snæbjörn Birgisson á Kjarvalsstöðum (á ensku).


Sýningin er styrkt af Kaupþingi.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 30.30.2015