News

Listasafn Islands

LISTSMIÐJA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA, Hafnarhúsi, sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00

Hreinn Friðfinnsson er einn fremsti myndlistarmaður þjóðarinnar. Verk hans einkennast af léttleika en á sýningunni í Hafnarhúsinu eru til sýnis ljósmyndir, teikningar og þrívíð verk sem spanna feril hans frá upphafi.
Tjáningarmáti Hreins einkennist af hárfínni kímni, endurtekningum, draumum, þjóðsögum, sjónblekkingum og hinu yfirnáttúrulega og með það verður unnið í listsmiðjunni.

Sýningin er unnin í samstarfi við Serpentine Gallery í London þar sem hún var sýnd fyrr á þessu ári.
Sýningarstjóri er Kitty Scott.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.46.2015