News

Listasafn Islands

LISTAMANNSSPJALL MARGRÉTAR H. BLÖNDAL, Sunnudaginn 2. desember kl. 15:00

Þrívíð verk Margrétar eiga það sameiginlegt að bera merki meðhöndlunar: þau hafa verið mótuð, bundin, vafin, rúlluð, kreist, teygð, beygð, krumpuð, rifin, brotin eða sett saman. Uppstilling verkanna í sölunum endurspegla athugun hennar á hverjum hlut fyrir sig en einnig sem hluta af heild.
Teikningarnar Margrétar eru afrakstur langvarandi tilrauna sem færðu vitund hennar inn á svið dulvitundarinnar þar sem sköpunarferlið fékk að þróast án fyrirfram ákveðinna hugmynda.
Margrét hefur sýnt víða bæði heima og erlendis síðan 1994 og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir listsköpun sína.

Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.28.2015