News

Listasafn Islands

Samtal um Hrein - Huginn Arason og Unnar Örn J. Auðarson

Hreinn Friðfinnsson (f. 1943) skipaði sér í framvarðasveit íslenskra listamanna þegar hann tók þátt í stofnun SÚM árið 1965. Íslensk menning og náttúra eru í veigamiklu hlutverki í verkum hans, sem einkennast af hárfínni kímni og endurtekningum þar sem draumar, þjóðsögur, sjónblekkingar og hið yfirnáttúrulega leika lykilhlutverk.

Hreinn hefur alla tíð haft mikil áhrif á íslenska myndlist þó hann hafi snemma á áttunda áratugnum flutt til Amsterdam þar sem hann hefur búið og starfað síðan. Myndlistarmennirnir Huginn Arason og Unnar Örn J. Auðarson eru af kynslóð listamanna sem fæddir eru um miðjan áttunda áratuginn. Þeir annast leiðsögn um sýninguna og skoða áhrif Hreins á yngri kynslóð íslenskra listamanna.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.41.2015