News

Listasafn Islands

LJÓSHÆRÐ UNGFRÚ HEIMUR 1951 - SUNNUDAGINN 13. JANÚAR, SÝNINGARLOK - LEIÐSÖGN KL. 15:00

Þar var Birgir fimmtándi í röðinni af tuttugu listamönnum sem þóttu bera af en vert er að geta þess að þúsundir myndlistarmanna sýna verk sín á kaupstefnunum. Á sýningu Birgis á Kjarvalsstöðum sýnir hann andlitsmyndir sem hann hefur málað af öllum vinningshöfum í keppninni Ungfrú heimur frá því hún hóf göngu sína árið 1951. Í bók sem fylgir sýningunni talar Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur um þau heildaráhrif sem verk Birgis hafa og ber hann saman við listamanninn Andy Warhol: „Hann hefur valið sér efni sem byggir jafn mikið á endurtekningunni og málverkin sjálf. Hver ný fegurðardrottning er lík þeirri næstu á undan og hver og ein þeirra staðfestir gildi fyrirrennara síns. Málverk hans líkja eftir þeirri fjöldaframleiðslu sem á sér stað í fegurðarsamkeppnum en á sama tíma skopstæla þau áhrif þeirrar framleiðslu."

Sýningarstjóri er Mika Hannula, rithöfundur, fyrirlesari, og gagnrýnandi. Hann er nú starfandi prófessor í listrannsóknum í myndlista- og hönnunardeild, Háskólans í Gautaborg.
Sýningin fer héðan til London.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.28.2015