News

Listasafn Islands

ERRÓ ÁRITAR, GEFUR NÚMERUÐ GRAFÍKVERK, LAUGARDAGINN 19. JANÚAR, kl. 14.00

Bókin er gefin út af Forlaginu í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007. Í henni gerir Danielle Kvaran ítarlega grein fyrir listamannsferli Errós í tímaröð, einstökum verkum og sýningum, þroska hans og þróun. Hún aflar fanga í bréfum, skjölum, blöðum og tímaritum sem birt hafa gagnrýni og greinar um listamanninn og verk hans. Danielle hefur jafnframt tekið viðtöl við Erró sjálfan, vini hans og samferðamenn. Bókina prýða um 800 ljósmyndir af verkum Errós og svipmyndir úr lífi hans og starfi. Bókina er hægt að fá á þremur tungumálum; íslensku, ensku og frönsku, en þýðandi yfir á íslensku er Sigurður Pálsson.

Erró og Danielle Kvaran munu einnig árita bókina og gefa áðurnefnd grafíkverk í bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18, klukkan 11:00 sama dag.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.13.2015