News

Listasafn Islands

VATNSMÝRARVIÐBURÐIR OG FLEIRA FRÓÐLEGT

FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR
HAFNARHÚS   KL. 20:00
UPPBOÐ
Nemar í hönnunardeild Listaháskóla Íslands sjá um „uppboð” á lóðum í Vatnsmýri með hliðsjón af vinningstillögu úr samkeppninni.  Umsjón Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt. 

FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR
HAFNARHÚS   KL. 16-18
KYNNING OG PALLBORР
Verðlaunahafar í hugmyndasamkeppninni um Vatnsmýrina kynna tillögur sínar og dómnefnd gerir grein fyrir niðurstöðum sínum. Í kjölfarið verða opnar pallborðsumræður um framtíðarsýn og skipulag borgar í Vatnsmýrinni.

LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR
HAFNARHÚS 
KL. 13-13:55  BEIN ÚTSENDING  Hjálmar Sveinsson verður með beina útsendingu frá Hafnarhúsinu á þætti sínum Krossgötum þar sem rætt er um framtíðarskipulag borgarinnar með áherslu á Vatnsmýrina. Hjálmar fær til sín ýmsa viðmælendur og býður gesti velkomna að vera í sal og hlýða á.
KL. 14:00  LEIÐSÖGN Guja Dögg Hauksdóttir annast leiðsögn um Vatnsmýrarsýninguna.

KJARVALSSTAÐIR KL. 15:30
TÓNLEIKAR  Kammerhópurinn Nordic Affect leikur tónlist sem innblásin er af kunnri tónleikaröð Abels og J.C.Bachs, sem heldra fólk í London sótti á seinni hluta 18.aldar. Tónleikarnir bera yfirskriftina Áskrift í London. Hópinn skipa innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar sem allir hafa lokið námi í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Þau eru Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari, Georgia Browne barokkþverflautuleikari, Nicholas Milne gömbuleikari og Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari.

SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR
HAFNARHÚS  KL. 14:00
LEIÐSÖGN 
Steve Christer arkitekt og dómnefndarmaður annast leiðsögn um Vatnsmýrarsýninguna.

KJARVALSSTAÐIR
KL. 14:00
LISTSMIÐJA FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA
Skapandi vinna og leiðsögn fyrir fjölskyldur þar sem óvæntu ljósi er brugðið á byggingarlist og nánasta umhverfi. Listsmiðjan tengist sýningunni Byggingarlist í augnhæð.
KL. 15:00
LEIÐSÖGN  um sýningar Kjarvalsstaða.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.44.2015