News

Listasafn Islands

HVAÐ Á AÐ GERA UM HELGINA?

FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR
HAFNARHÚS
  
KL. 17:00   Fyrirlestur arkitektsins Massimo Santanicchia um fagurfræði og tíðaranda í skipulagi borga í tengslum við sýningu á tillögum um Vatnsmýrarsvæðið.
KL. 20:00   Ég er ekki eitt prósent. Heimildarmynd í leikstjórn Ítalans Antonio Marabito, sem verður viðstaddur sýningu myndarinnar. Myndin vekur upp spurningar um samband stjórnleysis við ofbeldi, samfélag og útópíu.

LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR
HAFNARHÚS 
KL. 12 - 13:55
  Matreiðslumenn hvaðanæva að úr heiminum eru staddir hér á landi í tilefni af Food & Fun sælkerahátíðinni, en hátíðin hefur aldrei verið jafn umfangsmikil og nú. Á laugardaginn munu meistararnir leika matargerðarlistir sínar í porti Hafnarhússins þar sem allir geta fylgst með réttu handbrögðunum. Kokkarnir byrja að elda kl. 13:00 og meistararnir, hver í sínum flokki, verða verðlaunaðir kl. 16:30. Sjá hér nánar um keppnina.

KJARVALSSTAÐIR
Hinn snjalli málari Mikines fæddist 23. febrúar árið 1906 og fagnar því 102 ára afmæli á þessum degi. Í tilefni af því verður Mikines heiðraður með söng landa hans og leiðsögn um sýninguna sem nú stendur yfir.
KL. 14:00   Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri sýningarinnar segir frá meistara Mikines og verkum hans.
KL. 15:30   Drífa Hansen söngkona flytur færeysk sönglög ásamt píanóleikaranum Önnu Rún Atladóttur.

SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR
ÁSMUNDARSAFN

KL. 13 - 16  Leirlistsmiðja. Hugmyndin með listsmiðjunni í Ásmundarsafni er að fá börn og fullorðna til að vinna saman.  Byrjað verður á stuttri yfirferð um sýninguna en að því loknu er sest niður í vinnustofu með leir og viðeigandi verkfæri til að móta leirinn undir áhrifum frá Ásmundi. Umsjón með listsmiðjunni hefur Sigríður Ólafsdóttir myndlistarmaður.

KJARVALSSTAÐIR
KL. 15:00
  Leiðsögn um sýningar Kjarvalsstaða.

HAFNARHÚS 
KL. 15:00
Þögn - listamannsspjall. Harpa Árnadóttir, einn listamannanna á sýningunni Þögn, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna. Hún fjallar um eigið verk og hvernig það tengist viðfangsefni sýningarinnar.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.51.2015