frum- Kjarvalsstöðum 13.-15. júní 2008

frum-  Kjarvalsstöðum 13.-15. júní  2008

Tónlistarhátíðin frum- hóf göngu sína 2006. Hún er haldin að vori ár hvert í Reykjavík og tónlistarflutningur er í umsjá kammerhópsins Adapter. Á hátíðinni eru að jafnaði flutt einhver af meistaraverkum samtímatónbókmenntanna svo og verk eftir yngri kynslóð tónskálda. Tónlistarhópurinn adapter sér um framkvæmd og listræna stjórn hátíðarinnar.

• frum- 2006 hátíðin var haldin í Iðnó 25. og 28. maí og fékk hún mikla umfjöllun í fjölmiðlum og var mjög vel tekið af tónlistarunnendum.
• frum- 2007 var haldin dagana 8. til 10. júní á Kjarvalsstöðum. adapter átti þar mjög gott samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Haldnir voru þrennir tónleikar og þar af voru einir tónleikanna teknir upp af Ríkisútvarpinu. Adapter flutti þá einnig tæplega 5 klukkustunda langt verk eftir Morton Feldman, For Philip Guston, sem samið var til flutnings á Listasafni og komu yfir 200 manns á safnið til að sjá og heyra þann viðburð.
• frum- 2008 mun vera haldin dagana 13. - 15. júní  á Kjarvalsstöðum. Þrjú tónskáld munu heiðruð, Elliott Carter sem verður hundrað ára, Karlheinz Stockhausen sem lést 5. desember síðastliðinn en hefði orðið áttræður í ár og Atli Heimir Sveinsson sem mun verða sjötugur í haust.
Atli Heimir samdi verkið Ballett fyrir Adapter sem verður frumflutt á frum- 2008. Verkið er tileinkað vinkonu hans, Bryndísi Schram, sem þann 9. júlí verður sjötug.

Föstudagur  13. júní hádegistónleikar kl. 12:15 ca. 30 mínútur

Karlheinz Stockhausen (1928-2007),  In Freundschaft (1977) fyrir klarinett
Harrison Birtwistle (f. 1934),  Crowd (2005) 
Elliott Carter (1908),  Esprit rude/Esprit doux  (1985)  fyrir flautu og klarinett

Laugardagur  14. júní  hádegistónleikar kl. 12:15 ca. 40 mínútur

Atli Heimir Sveinsson (1938),  Lethe (1987) fyrir bassaflautu 
Elliott Carter,  Bariolage (1992) fyrir hörpu
Karlheinz Stockhausen (1928-2007), Tierkreis (1974-75) nokkur verk úr Dýrahringnum


Sunnudagur 15. júní kl. 20.00   Afmælistónleikar

Eliott Carter (1908),    Esprit rude/Esprit doux  (1985) fyrir flautu og klarinett
Eliott Carter,     Bariolage (1992) fyrir hörpu

Karlheinz Stockhausen (1928-2007), In Freundschaft (1977) fyrir klarinett
Karlheinz Stockhausen,   Tierkreis (1974-75)

Atli Heimir Sveinsson (1938),  Lethe (1987) fyrir bassaflautu 
Atli Heimir Sveinsson, Ballett (2008) fyrir kvintett
Tileinkað Bryndísi Scram sem einnig á stórafmæli á árinu

Adapter:
 
Kristjana Helgadóttir, flauta
Ingólfur Vilhjálmsson, klarinett
Gunnhildur Einarsdóttir, harpa
Marc Tritschler, píanó
Matthias Engler, slagverk

 

Adapter var stofnaður árið 2004 af þeim Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleikara og Matthias Engler slagverksleikara en auk þeirra skipa þau Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari, Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Marc Tritschler píanóleikari adapter. Hópurinn er sveigjanlegur að stærð og hljóðfæraskipan eftir verkefnum en starfar að mestu sem kvintett.  Adapter sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar og vinnur mjög náið með ungum tónskáldum. Nú þegar hefur Adapter frumflutt yfir 50 verk. Auk þess leggur Adapter áherslu á að flytja og kynna svokallað "standard repertoire" tuttugustu aldarinnar en það eru verk sem þegar eru talin til meistaraverka samtímatónbókmenntanna. Í samstarfi við Klangnetz e.V. sem er félag ungra tónskálda í Berlín sér Adapter um tónleikaröðina "Klangnetz" þar í borg. Adapter sér einnig um tónleikaröðina  "Seitsemän" í Helsinki sem fram fer á eyjunni Suomenlinna og eru fernir tónleikar haldnir þar yfir veturinn.

Adapter hefur leikið á ýmsum hátíðum, en þar má nefna Crossing Border í Hollandi, Maerz Musik, Kottbuser Mukiskherbst og Global Interplay í Þýskalandi, Myrka Músíkdaga í Reykjavík og nú síðast á Listahátíðinni Nordischer Klang í Greifswald í Þýskalandi. Samstarf við önnur listform hefur hefur verið mikilvægur þáttur í starfi Adapter en haldnir hafa verið tónleikar í samstarfi við myndlistarmenn, dansara og rithöfunda. www.ensemble-adapter.de

 

Meðlimir Adapter

Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari
Gunnhildur hóf nám sitt 13 ára undir leiðsögn Elísabetar Waage. Að stúdentsprófi loknu lærði hún við Conservatoire Superieur de Region de Paris í einn vetur. Hún var einnig í einkatímum í London áður en hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Þaðan lauk hún BA gráðu með láði árið 2002 og mastersgráðu vorið 2004. Í mastersnámi sínu sérhæfði Gunnhildur sig í flutningi samtímatónlistar. Auk þess spilar hún á barokkhörpu og hefur komið fram bæði sem einleikari og continuo leikari á það hljóðfæri. Gunnhildur hefur komið fram víða um heim, á Íslandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi, Eistlandi, Tékklandi og í Tævan. Gunnhildur stundar nú doktorsnám í hörpuleik við Síbelíusar- akademíuna í Helsinki. Gunnhildur stofnaði tónlistarhópinn Adapter ásamt Matthias Engler árið 2004.


Matthias Engler slagverksleikari
Matthias Engler fæddist í Flensburg, Þýskalandi, árið 1979. Hann hóf tónlistarnám í píanó- og klassískum slagverksleik og tónfræðum við Studienseminar í Kiel. Á árunum 2000 – 2004 nam hann klassískan slagverksleik við Konservatoríið í Amsterdam hjá Peter Prommel, Jan Pustjens, Lorenzo Ferrandiz og Gustavo Gimeno, meðlimum hinnar Konunglegu Concertgebouw Orchestra Amsterdam. Hann hefur einnig sótt meistaranámskeið hjá L. H. Stevens og Mircea Ardeleanu. Matthias hefur unnið í nánu samstarfi við International Ensemble Modern Academy í Frankfurt og hlaut þaðan eins árs styrk árið 2005 – 2006. Matthias hefur starfað með ýmsum samtímatónskáldum, meðal annarra Hans Werner Henze, Bunita Marcus, Balduin Sulzer, Claudio Ambrosini og Messias Maiguashca. Matthias hefur hefur leikið með Ensemble Modern, Radio Kamerorkest Amsterdam, De Nederlandse Opera, Ensemble Integrales, Ensemble Reflexion K, N-Ensemble og fleirum. Hann hefur m. a. starfað með hljómsveitarstjórunum Gerd Albrecht, Hartmut Haenchen, Etienne Sibens og Sian Edwards. Frá árinu 2004 hefur Matthías lifað og starfað í Berlín.


Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari
Ingólfur (1976) lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1998, BA-prófi í klarínettuleik frá Konservatoríinu í Utrecht 2000 og Postgraduate-prófi frá  Konservatoríinu í Amsterdam 2002.  Kennarar hans voru meðal annars Einar Jóhannesson,  Harmen de Boer, David Smeyers og Harry Sparnaay. Hjá Sparnaay lauk Ingólfur bassaklarínettugráðu sem einleikshljóðfæri árið 2004.  Hann stundaði árið 2005-2006 nám við Hochschule für Musik í Köln hjá David Smeyers og í framhaldi af því hlaut hann eins árs styrk við International Ensemble Modern Academy í Frankfurt. Hann hefur sótt masterclass-námskeið hjá Joseph Balogh, Karl Leister og Francois Benda ásamt einkatíma hjá hinum finnska klarinett gúru Kari Kriikku. Hann hefur unnið með tónskáldum eins og Hosokawa og Lachenmann. Auk þess að vera meðlimur tónlistarhópsins Adapter leikur hann í  Duo Xylokosmos ásamt Tobias Guttmann slagverksleikara og Duo Plus ásamt Andreu Kiefer harmónikkuleikara. Ingólfur býr í Berlín.


Kristjana Helgadóttir flautuleikari
Kristjana hóf flautunámið við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og fór þaðan í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem hún lauk kennaraprófi 1994 og burtfararprófi 1995, bæði með ágætiseinkunn. Að því loknu hóf hún nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam hjá Abbie de Quant þar sem hún lauk mastersnámi 1998 og ári síðar námi í samtímatónlist hjá Harrie Starreveld. Kristjana hefur haldið tónleika víða um heim s.s. á Íslandi, Færeyjum, Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu og víðar. Kristjana er kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar, er lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku Óperunnar. Í byrjun árs 2005 stofnaði Kristjana ásamt öðrum Tónlistarfélag Mosfellsbæjar þar sem hún er formaður. Kristjana hefur leikið í tónlistarhópnum Adapter frá stofnun hans 2004.


Marc Tritschler píanóleikari
Marc Tritschler nam píanóleik hjá Próf. Felix Gottlieb við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Hann vann til fyrstu verðlauna í Alþjóðlegu píanókeppninni í Ostuni á Ítalíu og árið 2005 hlaut hann styrk til eins árs hjá International Ensemble Modern Academy í Frankfurt. Sem nemandi tónskáldsins Mesias Maiguashca í Frankfurt stundaði Marc nám í raf-tónlist og spuna. Marc hefur unnið sem píanókennari og sem píanóleikari í leikhúsi en einnig stjórnað uppfærslum á óperum og söngleikjum. Mark sérhæfir sig í flutningi nútímatónlistar og hefur komið fram á fjölda hátíða og tónleika, m.a. á Maerzmusik í Berlín, í Darmstadt, Nútímatónlistarhátíðinni í Stuttgart og á Myrkum Músíkdögum á Íslandi. Árið 2000 stofnaði Marc hópinn Testklang, en hópurinn rannsakar nýjar leiðir í spunatónlist og flutningi samtímatónlistar.

 

 

 

 

Print
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5