Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur - Vika 3 - 2013

    Facebook Twitter Áframsenda
 

ENGLISH VERSION

 

SÝNINGAROPNUN SÝNINGAROPNUN SÝNINGARLOK LEIÐSÖGN
ROBERT SMITHSON ÍVAR VALGARÐSSON RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR HUGINN ÞÓR ARASON

 

VIKA 3 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi næstkomandi laugardag, annars vegar sýning á verkum Roberts Smithsons, eins áhrifamesta myndlistamanns á síðari hluta 20. aldar og hins vegar sýning Ívars Valgarðssonar. Síðasta sýningarhelgi er á sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur á Kjarvalsstöðum nú um helgina. Á sunnudaginn leiðir Huginn Þór Arason myndlistamaður gesti um sýninguna Mynd af heild á Kjarvalsstöðum. 

 

 

 

ROBERT SMITHSON SÝNINGAROPNUN
HAFNARHÚS, LAUGARDAG 19. JANÚAR KL. 16


Robert Smithson - The Invention of Landscape- Broken Circle / Spiral Hill. View of Broken Circle, 1971. Photograph. Robert Smithson Estate, James Cohan Gallery, New York/Shanghai. Art © Estate of Robert Smithson/Licensed by VAGA, New York, NY

Færa í dagatal:

 


Robert Smithson (1938–1973) er þekktastur sem einn af upphafsmönnum umhverfislistar (Land Art Movement). Á þessari sýningu er lögð áhersla á verkið Brotinn hringur/Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971. Verkið er eina umhverfislistaverk Smithsons í Evrópu en hann lést í flugslysi tveimur árum síðar, aðeins 35 ára gamall.

Á sýningunni gefur að líta flesta þá miðla sem Smithson notaði í listsköpun sinni, svo sem teikningar, ljósmyndir, bréf og kvikmynd sem hann var að vinna að þegar hann lést. Verkin veita góða innsýn í hugmyndafræði Smithsons um endurnýjun iðnaðarlands og hvernig hann skipulagði og byggði upp verkið Brotinn hring/Spíralhæð.

Þá verða sýndar þrjár kvikmyndir um önnur umhverfislistaverk Smithsons: Spiral Jetty, Mono Lake og Swamp. Eva Schmidt sýningarstjóri sýningarinnar verður viðstödd opnunina.


 

 

 

ÍVAR VALGARÐSSON SÝNINGAROPNUN
HAFNARHÚS, LAUGARDAG 19. JANÚAR KL. 16


Ívar Valgarðsson, Til spillis, 2013

Færa í dagatal:

 


Ívar Valgarðsson (f. 1954) opnar sýningu sína Til spillis í Hafnarhúsinu á laugardaginn. Sýningin samanstendur af þremur veggmyndum af málningardropum sem hafa lekið á gólfið í A-sal í Hafnarhúsinu, auk þriggja ljósmynda.

Ívar beinir stafrænum smásjármyndavélum, sem ætlaðar eru til vísindarannsókna, að dropunum og varpar myndum í rauntíma á veggina, eins konar stækkuðum stafrænum málverkum af dropunum. Hann vekur þannig athygli á málningu sem hefur farið til spillis og færir sér í nyt gáleysi málarans, sem málaði veggi sýningarsalarins, með því að færa dropana aftur upp á veggina.

 

 

 

SÝNINGARLOK - RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
KJARVALSSTAÐIR, 20. JANÚAR


Ragnheiður Jónsdóttir, Ónefnd I, 1976


 

 


Síðasta sýningarhelgi á sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur er á Kjarvalsstöðum helgina 19. - 20. janúar.

Sýningin er fyrsta yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar en yfirskrift sýningarinnar er Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur.

Á rúmlega fjörutíu ára ferli sínum hefur Ragnheiður skilað drjúgu lífsverki, sem lifir í myndhugsun Íslendinga. Eftir að hefja feril sinn sem listmálari var hún meðal frumherja í flokki þeirra sem settu grafíklistina í öndvegi í íslenskum listheimi á 8. og 9. áratug síðustu aldar.

Sýningarstjóri er Eiríkur Þorláksson.

 

 

 

LEIÐSÖGN UM KJARVAL – MYND AF HEILD MEÐ HUGIN ÞÓR ARASYNI
KJARVALSSTAÐIR, SUNNUDAG 20. JANÚAR KL. 15

Huginn Þór Arason

Færa í dagatal:

 


Huginn Þór Arason, myndlistarmaður leiðir gesti um sýninguna Kjarval - Mynd af heild sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum og gefur innsýn í  heildarverk listamannsins. Sýningin er í anda salon-sýninga, þar sem málverkin þekja alla veggi Kjarvalssalarins, frá gólfi og upp í loft án nokkurrar reglu.

Kjarvalssafneignin samanstendur af 5.392 verkum eftir listamanninn eða 5.159 teikningum, 188 málverkum auk annarra tegunda verka.

Viðburðurinn er öllum opinn, frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, en nánari upplýsingar um aðgangseyri eru hér.

 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 

Print
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5